föstudagur, janúar 27, 2006


Jæja þá er Merete á spítalanum, vatnið farið. Enn það er svo sem ekkert mikið að frétta af mér bara að tengdó eru enn hér og stelpurnar elska það, tengdamamma er alltaf að hjálpa mér, hún eldar allar máltíðar, þvær af okkur þvott, vaskar upp, ég bara má ekki geri neitt, hehe yndislegt.
það eina sem ég geri er að taka til og þurka af og ryksuga því henni finnst það ekki gaman. Rachel á afmæli á sunnudag, við ætluðum að fara í keilu fyrir afmælið hennar Söru enn það var allt fullt þannig að við fórum til Burger King og borðuðum þar kökuna og opnuðum pakka, Við erum reyndar að spá í að fara þar sem risa tréin eru á sunnudag enn við sjáum til, það fer eftir veðri. Við fullorðna fólið erum að fara út í kvöld, Chris ætlar að passa skvísurnar, það er lítið Casino hér rétt hjá og tengdamamma vill fara þangað svo veit ég ekki hvað við gerum. Maður Sandy vinkonu kemur heim í dag frá 'Irak, við erum rosa spennt fyrir hennar hönd og okkur hlakkar til að sjá hann. Svo er þessi mynd af stelponum tekin yfir jólin algjörar rúsínur.
Byð að heilsa í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home